top of page
  • Writer's pictureRúnar Gauti Gunnarsson

Skúli sigursæll í 3. stigamótinu í snóker.

3. stigamótið í snóker fór fram um helgina á Snóker og pool stofunni. 24 keppendur hófu leik en riðlar voru leiknir á laugardegi og útsláttur á sunnudegi. Í riðlakeppninni spilaði Skúli Magnússon manna best en hann tapaði aðeins 1 ramma í öllum leikjum sínum. Sigurganga hans hélt svo áfram fram að úrslitaleiknum þar sem hann vann viðureignir sínar 3-0, 3-0 og 3-1. Ríkjandi Íslandsmeistari Þorri Jensson lék einnig vel en hann þurfti að vinna fyrir sigrum sínum. Leikir hans fóru 3-2, 3-2 og 3-0 en Þorri og Skúli mættust í úrslitunum. Úrslitaleikurinn var æsispennandi þar sem Þorri byrjaði betur og komst í 1-0 og síðar 2-1. Þá vaknaði Skúli til lífsins og jafnaði í 2-2. Í oddarammanum hafði Skúli svo betur og landaði sínum 4. titli á ferlinum.


243 views0 comments

Σχόλια


bottom of page