top of page
  • Writer's pictureRúnar Gauti Gunnarsson

Sigurður Kristjánsson vann 1. stigamót tímabilsins

Fyrsta stigamót tímabilsins í snóker fór fram um helgina. 23 leikmenn tóku þátt, fyrst var spilað í riðlum en 8 spilarar komust áfram í útslátt. Manna best léku Sigurður Kristjánsson stigameistari seinasta tímabils og Þorri Jensson ríkjandi Íslandsmeistari. Þorri komst í úrslitaleikinn án þess að tapa ramma í útslættinum. Siggi þurfti að vinna fyrir sigri sínum gegn Bernhard Bernhardssyni en sá leikur réðst á svörtu kúlunni í oddaramma.


Úrslitaleikurinn var æsispennandi. Siggi vann fyrsta ramma, Þorri jafnaði svo í 1-1. Í 3. ramma gerði Siggi stuð upp á 33 og 46 til þess að komast í 2-1. Siggi innsiglaði svo sigurinn með stuði upp á 78 í 4. rammanum. Sigurður heldur því sigurgöngu sinni í stigamótunum áfram en þetta var hans 7. sigur í röð. Siggi átti einnig hæsta stuð mótsins en það var 90 stiga hreinsun gegn Júlíusi Ingasyni í riðlakeppninni.

Sigurður Kristjánsson

80 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page