top of page
  • Writer's pictureRúnar Gauti Gunnarsson

Sigurður Kristjánsson stigameistari í snóker 2023

Sig­urður Kristjáns­son varð um síðustu helgi stiga­meist­ari tíma­bils­ins í snóker með fullu húsi stiga eft­ir að hafa unnið síðasta mótið á mótaröð þeirra bestu í íþrótt­inni hér á landi.

Útslátt­ar­keppn­in fór fram á Snooker og pool-stof­unni en vinna þurfti þrjá ramma til að sigra í hverj­um leik fyr­ir sig.

Sig­urður mætti Þor­steini Hall­gríms­syni, fyrr­ver­andi Íslands­meist­ara í golfi, í átta manna úr­slit­um og vann ör­ugg­an sig­ur sem inni­hélt þrjú stuð yfir 60 stig.

Í undanúr­slit­um vann Sig­urður síðan Ásgeir Jón Guðbjarts­son, 3:1. Í úr­slit­un­um mætti hann Sig­urði Unn­ari Braga­syni. Leik­ur­inn var jafn lengi vel en Sig­urður inn­siglaði góðan sig­ur, 3:1, með glæsi­legu stuði upp á 81 í úr­slitaramma.

Sig­urður fékk því fullt hús stiga með því að vinna fimm mót af sex en fimm mót­anna gilda. Bar­átt­an um Íslands­meist­ara­titil­inn ræðst í maí og þá kem­ur í ljós hvort Sig­urður fylg­ir þessu eft­ir og vinn­ur hann líka.




0 views0 comments
bottom of page