Rúnar Gauti Gunnarsson
Sigurður Kristjánsson bestur Íslendinga á NM í snóker
Norðurlandamótið í snóker fór fram í Finnlandi í síðustu viku. Ísland átti 3 fulltrúa að þessu sinni, þá Sigurð Kristjánsson, Skúla Magnússon og Zophonias Árnason. Í riðlakeppninni tapaði Zophonias öllum sínum viðureignum og komst því ekki áfram. Skúli byrjaði af krafti með 3-0 sigri en tapaði næstu 3 viðureignum. Siggi lék virkilega vel og sigraði fyrstu 3 leiki sína áður en hann lét í lægri hlut gegn Reidar Rundsveen frá Noregi. Það kom þó ekki að sök og komst Sigurður áfram í 16 manna úrslitin. Þar mætti hann Finnanum Ville Pirila og sigraði nokkuð örugglega 4-2. Í 8 manna úrslitunum mætti Siggi ofjarli sínum í Robin Hull en fyrrum atvinnumaðurinn sigraði 4-0 ásamt því að verða Norðurlandameistari 2023. Frábær árangur engu að síður og hlökkum við til að sjá hvernig spilamennskan verður í vetur.
