Rúnar Gauti Gunnarsson
Alan Trigg sigurvegari Shoot-out mótsins
Þá er fyrsta móti tímabilsins lokið, en keppt var í Shoot-out í snóker á Snóker&Pool. Hver leikur tók 10 mínútur og snókerspilarar fengu 10 sekúndur fyrir hvert skot.
Alls tóku 15 manns þátt í mótinu. Fyrst var keppt í 16 manna (einn sat hjá) og svo var keppt í „winners bracket“ og „losers bracket“. Sigurvegari mótsins var Alan Trigg, Rúnar Gauti varð í öðru sæti og Agnar og Ásgeir í þriðja til fjórða sæti. Sigurvegari í looser bracket varð Jón Ingi. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Mótið tókst mjög vel og voru þátttakendur mjög virkir annars vegar á klukkunni og í dómgæslu og vil ég þakka öllum fyrir þeirra framlag. Einnig vil ég þakka Snóker&Pool fyrir aðstöðuna.
Hér er linkur á shoot-out mótið Shootout, (cuescore.com).
