Rúnar Gauti Gunnarsson
Alan Trigg sigurvegari fyrsta pool móts tímabilsins
Fyrsta stigamóti tímabilsins lauk í dag en keppt var í 9-ball á Billiardbarnum. Þetta var hörkumót, þar sem alls 22 tóku þátt í mótinu og vonandi er þetta það sem koma skal í mótum tímabilsins.
Sigurvegari mótsins var Alan Trigg, í öðru sæti Hlynur Stefánsson og í þriðja til fjórða sæti Daníel Petursson og Haraldur Hannesson.
Viljum við óska þeim öllum til hamingju með árangurinn og sérstaklega Alan með sigurinn.
Viljum við þakka Billiardbarnum fyrir frábæra aðstöðu og aðstoð við mótið.
Sjá hér upplýsingar um mótið https://cuescore.com/tour.../1.stigam%C3%B3t+-+pool/33168622. En í þessum tengli má sjá leiki frá fjórum borðum.
