Rúnar Gauti Gunnarsson
Alan og Gylfi sigurvegarar tvímenningsmótsins í pool
Tvímenningsmótið í pool var haldið á snóker & pool í dag, keppt var í 9-ball. Mótið tókst mjög vel og viljum við þakka fyrir aðstöðuna.
Alls tóku 6 lið þátt í mótinu, keppt var í einum riðli og svo kepptu efstu liðin til úrslita.
Um hörkumót var að ræða og ekkert lið kom út taplaust, Djóaði (Daði og Jóhann) voru efstir eftir riðlakeppnina með 4 sigra og eitt tap, The Pensioners (Alan og Gylfi) voru í öðru sæti með 3 sigra og tvö töp. Öll hin liðin voru með 2 sigra og 3 töp.
The Pensioners unnu svo Djóaði í úrslitaleik 6-3 og standa upp sem sigurvegarar í fyrsta pool móti tímabilsins og viljum við óska þeim til hamingju með árangurinn.
Elífð Fegurð varð í þriðja sæti með besta rammahlutfallið (Bubbi og Jón Árni). Garri (Danni og Halli), The humble ones (Agnar og Valli) og Two Fouls (Þorsteinn og Magnús) voru svo í fjórða, fimmta og sjötta sæti.
Hér eru upplýsingar um mótið https://cuescore.com/tourna.../Tv%C3%ADmenningur/32072521...
Fyrsta stigamótið í pool verður svo haldið 7-8. október
