top of page
  • Writer's pictureRúnar Gauti Gunnarsson

Þorri og Jóhannes mætast í úrslitum Íslandsmótsins

Íslands­mótið í snóker hófst um sein­ustu helgi þegar 24 spil­ar­ar hófu leik á Bill­i­ar­dbarn­um. Sig­urður Kristjáns­son, ríkj­andi stiga­meist­ari, hóf keppni á sann­fær­andi sigr­um í ann­arri og þriðju um­ferð, en datt óvænt út gegn sex­falda Íslands­meist­ar­an­um Jó­hann­esi B. Jó­hann­es­syni, 7:5.

Jó­hann­es greip aft­ur í kjuðann eft­ir nokk­urra ára pásu á þessu tíma­bili og er kom­inn í gott form. Hann freist­ar þess að ná í sjö­unda Íslands­meist­ara­titil­inn. Jó­hann­es tapaði aðeins tveim­ur römm­um á leið sinni í undanúr­slit­in og var spila­mennska hans frá­bær.

Þorri Jens­son, ríkj­andi Íslands­meist­ari, hóf titil­vörn sína á ör­ugg­um sigr­um í ann­arri og þriðju um­ferð og hafði svo bet­ur gegn Brynj­ari Valdi­mars­syni í undanúr­slit­un­um, 7:4.

Þorri og Jó­hann­es eig­ast því við í úr­slit­um á laug­ar­dag klukk­an 10. Sá sem er fyrri til að vinna níu ramma verður Íslands­meist­ari. Þorri hef­ur í tvígang orðið meist­ari og Jó­hann­es varð síðast meist­ari árið 2016.

Leik­ur­inn verður sýnd­ur á YouTu­be-rás Bill­i­ar­dbars­ins.



3 views0 comments
bottom of page