top of page
  • Writer's pictureRúnar Gauti Gunnarsson

Þorri Jensson Íslandsmeistari í snóker 2023

Þorri Jens­son fagnaði sigri á Íslands­meist­ara­mót­inu í snóker sem fram fór á Bill­i­ar­dbarn­um í Faxa­feni í Reykja­vík um helg­ina.

Þorri, sem átti titil að verja, hafði bet­ur gegn Jó­hann­esi Birgi Jó­hann­es­syni, sex­föld­um Íslands­meist­ara, í úr­slita­ein­víg­inu.

Jó­hann­es hóf leik­inn bet­ur og vann fyrstu tvo ramm­ana. Þorri komst þá á skrið og jafnaði leik­inn í 2:2. Næst skipt­ust þeir á að vinna ramma allt þar til staðan var 6:6.

Þorri vann næstu tvo leik­ina og komst því hárs­breidd frá titl­in­um. Jó­hann­es sýndi þá gamla takta og vann 15. ramm­ann með góðu stuði upp á 47 stig.

Þorri inn­siglaði titil­vörn­ina í lok­aramm­an­um með glæsi­legu stuði upp á 98 stig og hampaði þar með sín­um þriðja Íslands­meist­ara­titli.


4 views0 comments
bottom of page