top of page

Mótaskrá í snóker - 2023-2024

Á tímabilinu 2023-2024 fara fram 8 stigamót í snóker ásamt 2 shoot out mótum. Einnig fara fram bikarmót og stigamót í flokki 40 ára og eldri. Íslandsmót eru í opnum flokki, 1. flokki, U21, 40+, 60+ og tvímenningi. Mótin eru opin öllum þeim sem hafa íslenskan ríkisborgararétt eða búið hafa á Íslandi í 2 ár. Skráning í mót fer fram með millifærslu á snókerdeild Billiardsambandsins: kt. 420491-2209, rknr. 0111-05-052545 en mótsgjald er 6000 kr. Fyrir fyrsta mót þarf að greiða 5000 kr. árgjald til B.S.Í á sama reikning. Undanþegnir árgjaldi eru keppendur 21 árs og yngri. Leikmenn 21 árs og yngri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða aðeins 50% mótsgjalds.

snókermót.jpg
bottom of page