tvimenningur.jpg

Tvímenningur

Gunnar Hreiðarsson stigameistari árið 2017 og Brynjar Kristjánsson stigameistari árið 2018 urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi á Billiardbarnum um helgina.

Þessir miklu reynsluboltar unnu Arnar Olsen Richardsson og Gudbjörn Gunnarsson í úrslitaleik 3-1 eftir að hafa landað sigri á ríkjandi meisturum Guðna og Þorra í undanúrslitum 3-2.

Innilega til hamingjum með þennan titil Gunni og Binni.

 
 
 
jon_ingi.jpg

Jón Ingi meistari 40+

Jón Ingi Ægisson varð Íslandsmeistari í flokki leikmanna 40 ára og eldri á Billiardbarnum um helgina. Jón hafði betur gegn góðum félaga sínum, Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleik 6-3.

Þess má geta að þetta er þriðja árið í röð sem tollvörðurinn af Suðurnesjum vinnur Íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki en árið 2016 landaði kappinn 6-5 sigri á móti Brynjari Kristjánssyni í dramatískum úrslitaleik. Í fyrra náði Jón að verja titil sinn eftir úrslitaviðureign 6-4 gegn Gunnari Hreiðarssyni.

Til að bæta enn einni rósinni í hnappagatið má nefna að Jón Ingi Ægisson varð einnig stigameistari á þessu tímabili í þessum ágæta aldursflokki.

Innilega til hamingju með þennan magnaða árangur!

 
santa.jpg

Santa meistari í 1. flokki

Santa Gurung vann Íslandsmótið í 1. flokki á Billiardbarnum í dag. Santa spilaði gríðarlega spennandi úrslitaleik við Guðbjart Ásgeirsson sem endaði 4-3 en strákurinn frá Nepal hafði sigur á bleiku í lokin. Einnig er rétt að geta þess að Santa vann 3-0 sigur í undanúrslitum gegn Bernharð Bernharðsson ríkjandi meistara í þessum flokki. Innilega til hamingju með þennan titil Santa. — með Santa Gurung.

toppar.jpg

Stigameistari

Bestu spilarar tímabilsins, Brynjar Kristjánsson og Ásgeir Jón Guðbjartsson enduðu jafnir með 1220 stig á toppi stigalistans. Binni vann fyrsta stigamótið á leiktíðinni og komst í annan úrslitaleik þar sem Kristján hafði betur. Ásgeir var einnig mjög stöðugur og komst þrívegis í úrslitaleikinn í opna flokknum en tapaði í öll skiptin. Báðir léku 5 sinnum í undanúrslitum.

 
frett13.jpg

Lokamót Masters

Lokamótið í Masters: Jón Ingi stigameistari

Ásgeir Guðbjartsson hafði betur gegn Jóni Inga Ægissyni 4-3 í líklega mest spennandi úrslitaleik tímabilsins til þessa. Jón komst í 2-1 og 3-2 en Ásgeir náði með miklu harðfylgi að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn í úrslitaramma.

Ef verðlaun væru veitt fyrir stöðugustu spilamennsku vetrarins þá kæmi Ásgeir sterklega til greina. Hann hefur tekið þátt í 10 mótum á þessari leiktíð og 7 sinnum komist í undanúrslit. Kappinn hefur spilað 5 úrslitaleiki og unnið 2 en báðir sigrarnir komu í Masters flokknum.

Þetta var síðasta mót tímabilsins í Masters flokknum og þar landaði tollvörðurinn af Suðurnesjum stigamótstitlinum með 1020 stig en þess má geta að Jón Ingi er ríkjandi Íslandsmeistari síðustu tveggja ára í þessum flokki. Fréttaveita 147.is óskar því báðum leikmönnum innilega til hamingju með glæsilegan árangur !