Fyrsti stigamótstitill tímabilsins fór til Hveragerðis

pizap.com15050669431262Brynjar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta stigamóti tímabilsins eftir sannfærandi 4-1 sigur á Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleik á Billiardbarnum.

Langþráður stigamótstitill í höfn hjá Binna en síðasti titill kom í hús í Hveragerði fyrir 18 mánuðum. Í mars og apríl 2016 vann Binni tvö mót í röð og í bæði skiptin fóru leikar 4-1. Andstæðingar hans þá voru Bjarni Már Bjarnason og Jón Ingi Ægisson.

Til hamingju Brynjar með flottan árangur um helgina!

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Riðlar, fyrsta stigamót opinn flokkur

Tuttugu manns eru skráðir til leiks í fyrsta stigamótið í opna flokknum og hafa verið dregnir í fjóra riðla. Mótið fer fram á Billiardbarnum í Faxafeni 12 og hefst stundvíslega kl:10:00. Leikmenn skulu vera mættir fyrir kl:10:00 nema þeir sem eru númer eitt í riðlunum mæta kl:11:00. Mæti leikmaður of seint tapar hann fyrsta ramma og ef hann er ekki mættur 10:15 fellur hann út úr mótinu. Leikið verður fyrstur að vinna tvo í riðlunum og fara tveir uppúr. Riðlana má sjá hér að neðan.

Riðlar 1. stigamót opinn flokkur

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Fyrsta stigamót 2017-2018 í opnum um helgina.

Tíminn hefur flogið áfram og er ekki seinna vænna en að hefja snókertímabilið, sem einmitt gerist á morgun, en öllum Facebook notendum ætti að vera það ljóst. Skráningu í mótið lýkur kl 16:00 í dag og fer skráning fram með greiðslu mótsgjalds, kr 3.000,- og greiðslu félagsgjalds, kr. 3.000,-. Greiðsla getur farið fram með millifærslu inn á 0111-05-052545, kt. 420491-2209. Þá er jafnframt hægt að greiða á Billiardbarnum eða Snóker og Poolstofunni. Lykilatriði er að það verði gert fyrir kl 16:00 í dag.

stigamothaust-2017

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján úr leik á HM í 6 rauðum

pizap.com15047068193461Kristján Helgason beið lægri hlut fyrir Thepchaiya Un-nooh 5-2 á HM í 6 rauðum í morgun. Þessi úrslit þýða að Kristján kemst ekki upp úr riðlinum og í 16 manna úrslitin. Gríðarleg vonbrigði eftir frábæran 5-1 sigur á Ricky Walden í 1. umferð.

Kristján hefur nú tekið þátt í þremur mótum á erlendri grundu á þessu ári. Hann fór á Evrópumót áhugamanna á Kýpur í mars þar sem okkar maður féll úr keppni í 16 manna úrslitum.

Annað Evrópumót var haldið í Albaníu um mánaðarmótin maí-júní þar sem Kristján varð Evrópumeistari í 6 rauðum eftir 5-2 sigur á Wayne Brown í úrslitaleik.

Núna í byrjun september skrapp okkar maður til Tælands og spilaði þrjá leiki á HM í 6 rauðum en komst því miður ekki áfram í útsláttarfyrirkomulagið. Hvað gerir Kristján næst á erlendum vettvangi? Heyrst hefur að Katar ætli að halda aftur HM áhugamanna. Ætli Stjáni fari þangað?

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján tapaði naumlega fyrir Kyren Wilson

pizap.com15046101540681Kristján Helgason tapaði 5-3 fyrir Kyren Wilson á HM í 6 rauðum í Tælandi í morgun. Allt er í járnum í riðlinum hjá Kristjáni fyrir lokaumferðina þar sem allir fjórir leikmenn riðilsins eru jafnir með 1 sigurleik hver.
 
Kristján mun leika hreinan úrslitaleik við heimamanninn, Thepchaiya Un-Nooh í fyrramálið kl: 9:00 að íslenskum tíma. Á sama tíma útkljá Kyren Wilson og Ricky Walden hvor þeirra fer áfram í 16 manna úrslitin.
 
Loksins, loksins, loksins, fáum við að sjá Kristján við borðið í Bangkok en leikur hans við Un-Nooh verður sýndur á opinberri facebook síðu SangSom Six Red heimsmeistaramótsins. Góða skemmtun!
Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján Helgason vann stórsigur á Ricky Walden

pizap.com15045310261741Kristján Helgason byrjaði glæsilega á HM í 6 rauðum í Tælandi í dag. Hann vann stórkostlegan 5-1 sigur á Ricky Walden frá Englandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Næsti leikur Kristjáns verður gegn Kyren Wilson kl 6:30 í fyrramálið að íslenskum tíma. Með sigri í þeim leik er okkar maður öruggur með sæti í 16 manna úrslitum.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján Helgason tekur þátt í heimsmeistaramóti í 6 rauðum

pizap.com15043066851271Kristján Helgason flýgur í dag (laugardag) til Bangkok í Tælandi þar sem heimsmeistaramótið í 6 rauðum er haldið. Það er mikið lagt á sig fyrir kannski bara þrjá snókerleiki því ef okkar maður nær ekki 1. eða 2. sæti í sínum riðli þá er hann einfaldlega á heimleið.
 
Það er töluverður spölur að skjótast svona frá Íslandi og yfir til Asíu. Stjáni mun fljúga fyrst á Kastrup í Kaupmannahöfn, þar er síðan þriggja tíma bið eftir 12 tíma beinu flugi til Tælands.
 
Kristján á sinn fyrsta leik gegn Ricky Walden 18:30 á mánudagskvöldi að tælenskum tíma en þeir þarna í austrinu eru sjö tímum á undan okkur á Íslandi þannig að tímasetningin á viðureigninni hér heima er 11:30.
Posted in Uncategorized | Leave a comment

Íslandsmót Meistaraflokks í Snóker

Þá er loks komið að Íslandsmóti Meistaraflokks í snóker 2017 og fer það fram á Billiardbarnum í Fxafeni 12. Eins og margoft hefur komið fram eru það aðeins 16 sem eiga þátttökurétt. Það bar svo við að þessu sinni að 3 efstu á stigalista verða ekki með svo gengið var niður listann og boðin sæti. Mótið hefst kl 10:00 í fyrramálið og er í fyrsta sinn í sögu snókers á Íslandi að hægt verður að fylgjast með öllum leikjum á http://188.127.16.23/~iceland/turnieje/2017/mi/en/mi_2017.php. Unnið hefur verið hörðum höndum í allan dag við að koma þessu á koppinn og verður vonandi ekki um neina byrjunarörðugleika að glíma. Auk þess verður “live stream” frá 4 borðum. 16 manna verða leikin kl 10:00, 8 manna síðdegis, undanúrslit á sunnudeginum og svo úrslitaleikur þann 27.05. og verður hann í beinni útsendingu á sporttv.is.

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Skráning í Íslandsmót Meistaraflokks

16 efstu á stigalista opins flokks eiga þátttökurétt í Íslandsmóti Meistaraflokks sem fer fram helgina 20.-21. Maí og úrslitaleikur fer fram 27. Maí. Skráningu í mótið lýkur kl: 16:00 þann 10. Maí og fer hún fram með greiðslu mótsgjalds kr: 3.000 annað hvort með millifærslu inn á 0111-05-052545, kt. 420491-2209 eða á Billiardbarnum. 8 efstu verða raðaðir inn og hinir dregnir. Falli einhver hinna 16 út verður gengið niður stigalistann og sæti boðin. Um næstu helgi verður haldið Íslandsmót fyrsta flokks og eiga þar þátttökurétt allir sem tóku þátt í að minnsta kosti tveimur stigamótum í opna flokknum í vetur. Skráningu í það mót lýkur kl: 16:00 Föstudaginn 12. Maí. Þátttökugjald er 3.000,- og fer skráningin fram með hefðbundnum hætti.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Jón Ingi ver titilinn

Þeir voru ekki stuttir leikirnir sem Jón Ingi Ægisson þurfti að leika til þess að verja Íslandsmeistaratitil sinn í flokki 40+í snóker á Billiardbarnum um liðna helgi. Þó voru fyrstu tveir leikirnir honum tiltölulega auðveldir þrátt fyrir að sjálfur hafi hann talið sig ekki vera að gera sitt besta. 4-0 gegn Sigurmundi Guðmundssyni og 5-0 gegn Guðbirni Gunnarssyni. Það var komið að mótstöðu í undanúrslitum þegar hann mætti Guðna Pálssyni sem hafði í fyrri umferðum lagt öfluga leikmenn að velli, þá Börk Birgisson og Ásgeir Guðbjartsson. Í stöðunni 4-3 leit út fyrir að Guðni næði jöfnu þegar hann fékk opið borð með rauða í gati en því klúðraði bílasalinn og fékk 40 breik í andlitið sem gerði út um leikinn. Gunnar Hreiðarsson mætti svo Jóni Inga í úrslitaleiknum eftir að hafa farið nokkuð auðveldlega í gegnum fyrri umferðir en tapaði þó tveimur römmum gegn Atla Má Bjarnasyni í undanúrslitum. Gunni spilaði mjög vel á móti Jóni Inga en staðfestan á sigur var allan tímann í suðurnesjatröllinu og vann hann 6-4 í lööööööngum leik. Dómarinn getur staðfest að sjaldan hafi hann verið jafn þreyttur í fótunum. Töflu mótsins má sjá hér að neðan.

Íslandsmót 40+ lokastaða

 

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment