Reglugerðir

1.  gr.
Sambandið heitir Billiardsamband Íslands, og er skammstafað B.S.Í.
á erlendum vettvangi nefnt Icelandic Billiards Association skammstafað I.B.A.

2. gr.
Félagssvæði sambandsins er Ísland og varnarþing þess er í Reykjavík.

3. gr.
Markmið sambandsins er að vinna að uppgangi íþróttarinnar á Íslandi og samskiptum við aðrar þjóðir.

4. gr.
Innganga í B.S.Í er öllum frjáls að fengnu samþykki stjórnar B.S.Í.

5. gr.
Félags- og þátttökugjöld í mót á vegum BSÍ skulu ákveðin á aðalfundi.

6. gr.
Stjórn B.S.Í hefur heimild til að semja um gagnkvæm samskipti við önnur lönd.

7. gr.
Hver sá sem er skuldlaus og greitt hefur árgjald B.S.Í. á yfirstandandi starfsári er fullgildur félagi og hefur atkvæðis og tillögurétt á aðal- og félagsfundum, sem og rétt til að keppa fyrir hönd BSÍ og sitja í stjórnum og nefndum á vegum sambandsins.

8. gr.
Stjórninni ber að gæta að hagsmunum sambandsins í öllum greinum. Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið nema a.m.k. þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr sambandinu áliti hún framkomu þeirra sambandinu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

9. gr.
Stjórn B.S.Í. skal kosin á aðalfundi. Stjórnina skipa fimm menn, formaður og fjórir meðstjórnendur, einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn. Aðalfundur kýs jafnframt tvo endurskoðendur. Stjórnin skiptir með sér störfum og umsjón nefnda. Stjórnarstörf skulu vera ólaunuð.

10. gr.
Aðalfundur hefur æðsta úrskurðarvald um öll málefni B.S.Í. sé löglega til hans boðað.  Aðalfund skal halda fyrir ágústlok ár hvert. Til hans skal boðað með viku fyrirvara á löglegan hátt.

11. gr.
Störf aðalfundar eru:

1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á síðastliðnu ári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga
4. Reikningar bornir undir atkvæði.
5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og reglugerða sambandsins.
6. Kosning stjórnar.
7. Önnur mál.

12. gr.
Stjórn B.S.Í. og eða 20 félagsmenn geta boðað til auka aðalfundar skriflega. Um auka aðalfund gilda sömu reglur og um aðalfund.

13. gr.
Reikningar sambandsins miðast við áramót.

14. gr.
Lögum þessum má breyta á aðalfundi og nægir einfaldur meirihluti atkvæða til þess að lagabreyting sé lögleg. Tillögur hafa borist skriflega til stjórnar B.S.Í. 3 dögum fyrir aðalfund.

15.gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins 22.05.2000

Færðu inn athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>