Herra 147 sigurvegari á öðru stigamóti í opnum flokki

pizap.com15074970996181Kristján Helgason bar höfuð og herðar yfir aðra spilara á öðru stigamóti í opnum flokki á Billiardbarnum um helgina. Ríkjandi Íslandsmeistari vann alla sína leiki í riðlakeppninni og tapaði aðeins 1 ramma á leið sinni í útsláttarfyrirkomulagið.

Áfram hélt sigurganga Kristjáns í dag, Tryggvi Erlingsson var sigraður 3-0 í 8 manna úrslitum og Jónas Þór Jónasson fékk sömu útreið í undanúrslitum gegn ríkjandi Norðurlandameistara.

Evrópumeistarinn í 6 rauðum bauð uppá flugeldasýningu í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði 108 break og vann að lokum leikinn 4-2 gegn Jóni Inga Ægissyni.

Tollvörðurinn af Suðurnesjum má ef til vill vel við una að ná að landa sigri í tveimur römmum gegn Stjána en okkar sigursælasti spilari leggur það nú ekki í vana sinn að tapa mörgum römmum. Ég segi þess vegna til hamingju báðir með frábæran árangur um helgina.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Færðu inn athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>