Ding landaði sigri á World Open

21950015_10154708047912062_5347888579048031083_oDing Junhui vann sinn 13. stigamótstitil á ferlinum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á World Open um helgina eftir sannfærandi 10-3 sigur gegn Kyren Wilson í úrslitaleik.

Það eru 12 ár síðan Ding vann sinn fyrsta titil á China Open árið 2005 en þá var hann nýorðinn 18 ára og sigraði Stephen Hendry 9-5 í úrslitum. Ding er með góða tölfræði ef hann kemst í úrslit en sá kínverski hefur unnið 13 af sínum 18 úrslitaleikjum.

Með sigrinum á Wilson fer Ding upp í annað sætið á heimslistanum auk þess að hala inn 150,000 þúsund pundum. Hinn þrítugi, Ding er einnig orðinn sjötti sigursælasti snókerspilari sögunnar þegar kemur að stigamótstitlum en hann fór upp fyrir Mark Selby og Neil Robertson sem hafa báðir unnið 12.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Færðu inn athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>