Poolmótaröðin líka farin af stað

Ástvaldur HeiðarssonÞað var hinn sultuslaki og feikna öflugi poolspilari, Ástvaldur Heiðarsson sem sigraði fyrsta poolmót vetrarins sem fór fram í hinum glæsilega poolsal Snóker og Poolstofunnar í Lágmúla um síðustu helgi. Ellefu manns tóku þátt og léku í tveimur riðlum með tvo uppúr riðli beint í undanúrslit. Í úrslitum mætti Ástvaldur ekki síðri leikmanni, Steinþóri Sigurðssyni og lauk leiknum með 4-3 sigri Ástvalds. Í undanúrslitum lagði Ástvaldur Daníel Pétursson 4-1 og Steinþór lagði Gary Vinson 4-3 en Steinþór er nú líka farinn að leika með nýju priki þennan veturinn. Góð kaup það. Stigalistann og riðlana má sjá í linknum “Poolmótaröðin” hér að ofan.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Færðu inn athugasemd

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>