Author Archives: Gunnar Gunnarsson

Stigamót í opnum flokki um næstu helgi

Þriðja stigamót tímabilsins í opnum flokki verður leikið á Billiardbarnum í Faxafeni um næstu helgi, 21. og 22. október. Mæting kl: 10 á laugardeginum þar sem riðlakeppnin klárast. Úrslitin ráðast á sunnudeginum. Skráning í mótið lýkur kl 16:00 á föstudag, áfram sama gamla góða mótsgjaldið að upphæð, 3.000 kr. Greiðsla getur farið fram með millifærslu […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Herra 147 sigurvegari á öðru stigamóti í opnum flokki

Kristján Helgason bar höfuð og herðar yfir aðra spilara á öðru stigamóti í opnum flokki á Billiardbarnum um helgina. Ríkjandi Íslandsmeistari vann alla sína leiki í riðlakeppninni og tapaði aðeins 1 ramma á leið sinni í útsláttarfyrirkomulagið.
Áfram hélt sigurganga Kristjáns í dag, Tryggvi Erlingsson var sigraður 3-0 í 8 manna úrslitum og Jónas Þór Jónasson […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Stigamót í opnum flokki um næstu helgi

Annað stigamót tímabilsins í opnum flokki verður leikið á Billiardbarnum í Faxafeni um næstu helgi, 7. og 8. október. Mæting kl: 10 á laugardeginum þar sem riðlakeppnin klárast. Úrslitin ráðast svo á sunnudeginum. Skráning í mótið lýkur kl 16:00 á föstudag, áfram sama gamla góða mótsgjaldið að upphæð, 3.000 kr. Greiðsla getur farið fram með […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Ding landaði sigri á World Open

Ding Junhui vann sinn 13. stigamótstitil á ferlinum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á World Open um helgina eftir sannfærandi 10-3 sigur gegn Kyren Wilson í úrslitaleik.
Það eru 12 ár síðan Ding vann sinn fyrsta titil á China Open árið 2005 en þá var hann nýorðinn 18 ára og sigraði Stephen Hendry 9-5 í […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Fyrsti stigamótstitill tímabilsins fór til Hveragerðis

Brynjar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta stigamóti tímabilsins eftir sannfærandi 4-1 sigur á Ásgeiri Guðbjartssyni í úrslitaleik á Billiardbarnum.
Langþráður stigamótstitill í höfn hjá Binna en síðasti titill kom í hús í Hveragerði fyrir 18 mánuðum. Í mars og apríl 2016 vann Binni tvö mót í röð og í bæði skiptin fóru leikar 4-1. […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján úr leik á HM í 6 rauðum

Kristján Helgason beið lægri hlut fyrir Thepchaiya Un-nooh 5-2 á HM í 6 rauðum í morgun. Þessi úrslit þýða að Kristján kemst ekki upp úr riðlinum og í 16 manna úrslitin. Gríðarleg vonbrigði eftir frábæran 5-1 sigur á Ricky Walden í 1. umferð.
Kristján hefur nú tekið þátt í þremur mótum á erlendri grundu á þessu […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján tapaði naumlega fyrir Kyren Wilson

Kristján Helgason tapaði 5-3 fyrir Kyren Wilson á HM í 6 rauðum í Tælandi í morgun. Allt er í járnum í riðlinum hjá Kristjáni fyrir lokaumferðina þar sem allir fjórir leikmenn riðilsins eru jafnir með 1 sigurleik hver.

 

Kristján mun leika hreinan úrslitaleik við heimamanninn, Thepchaiya Un-Nooh í fyrramálið kl: 9:00 að íslenskum tíma. Á […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján Helgason vann stórsigur á Ricky Walden

Kristján Helgason byrjaði glæsilega á HM í 6 rauðum í Tælandi í dag. Hann vann stórkostlegan 5-1 sigur á Ricky Walden frá Englandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Næsti leikur Kristjáns verður gegn Kyren Wilson kl 6:30 í fyrramálið að íslenskum tíma. Með sigri í þeim leik er okkar maður öruggur með sæti í 16 manna úrslitum.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Kristján Helgason tekur þátt í heimsmeistaramóti í 6 rauðum

Kristján Helgason flýgur í dag (laugardag) til Bangkok í Tælandi þar sem heimsmeistaramótið í 6 rauðum er haldið. Það er mikið lagt á sig fyrir kannski bara þrjá snókerleiki því ef okkar maður nær ekki 1. eða 2. sæti í sínum riðli þá er hann einfaldlega á heimleið.

 

Það er töluverður spölur að skjótast svona frá Íslandi […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Dagur 4 á EM: Jón Ingi og leiðinlega ítalska sápuóperan

Jón Ingi Ægisson lék hreinan úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku á EM gegn ítalska spilaranum Gianmarco Tonini í dag. Viðureignin byrjaði vel fyrir okkar mann sem vann fyrsta rammann á svörtu og þann þriðja á respotted black. Áfram hélt gleðin og íslenskur sigur virtist í sjónmáli í stöðunni 3-1 en þá var gert hlé þar sem […]

Posted in Uncategorized | Leave a comment