Íslandsmót Meistaraflokks í Snóker

Þá er loks komið að Íslandsmóti Meistaraflokks í snóker 2017 og fer það fram á Billiardbarnum í Fxafeni 12. Eins og margoft hefur komið fram eru það aðeins 16 sem eiga þátttökurétt. Það bar svo við að þessu sinni að 3 efstu á stigalista verða ekki með svo gengið var niður listann og boðin sæti. Mótið hefst kl 10:00 í fyrramálið og er í fyrsta sinn í sögu snókers á Íslandi að hægt verður að fylgjast með öllum leikjum á http://188.127.16.23/~iceland/turnieje/2017/mi/en/mi_2017.php. Unnið hefur verið hörðum höndum í allan dag við að koma þessu á koppinn og verður vonandi ekki um neina byrjunarörðugleika að glíma. Auk þess verður “live stream” frá 4 borðum. 16 manna verða leikin kl 10:00, 8 manna síðdegis, undanúrslit á sunnudeginum og svo úrslitaleikur þann 27.05. og verður hann í beinni útsendingu á sporttv.is.

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Skráning í Íslandsmót Meistaraflokks

16 efstu á stigalista opins flokks eiga þátttökurétt í Íslandsmóti Meistaraflokks sem fer fram helgina 20.-21. Maí og úrslitaleikur fer fram 27. Maí. Skráningu í mótið lýkur kl: 16:00 þann 10. Maí og fer hún fram með greiðslu mótsgjalds kr: 3.000 annað hvort með millifærslu inn á 0111-05-052545, kt. 420491-2209 eða á Billiardbarnum. 8 efstu verða raðaðir inn og hinir dregnir. Falli einhver hinna 16 út verður gengið niður stigalistann og sæti boðin. Um næstu helgi verður haldið Íslandsmót fyrsta flokks og eiga þar þátttökurétt allir sem tóku þátt í að minnsta kosti tveimur stigamótum í opna flokknum í vetur. Skráningu í það mót lýkur kl: 16:00 Föstudaginn 12. Maí. Þátttökugjald er 3.000,- og fer skráningin fram með hefðbundnum hætti.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Jón Ingi ver titilinn

Þeir voru ekki stuttir leikirnir sem Jón Ingi Ægisson þurfti að leika til þess að verja Íslandsmeistaratitil sinn í flokki 40+í snóker á Billiardbarnum um liðna helgi. Þó voru fyrstu tveir leikirnir honum tiltölulega auðveldir þrátt fyrir að sjálfur hafi hann talið sig ekki vera að gera sitt besta. 4-0 gegn Sigurmundi Guðmundssyni og 5-0 gegn Guðbirni Gunnarssyni. Það var komið að mótstöðu í undanúrslitum þegar hann mætti Guðna Pálssyni sem hafði í fyrri umferðum lagt öfluga leikmenn að velli, þá Börk Birgisson og Ásgeir Guðbjartsson. Í stöðunni 4-3 leit út fyrir að Guðni næði jöfnu þegar hann fékk opið borð með rauða í gati en því klúðraði bílasalinn og fékk 40 breik í andlitið sem gerði út um leikinn. Gunnar Hreiðarsson mætti svo Jóni Inga í úrslitaleiknum eftir að hafa farið nokkuð auðveldlega í gegnum fyrri umferðir en tapaði þó tveimur römmum gegn Atla Má Bjarnasyni í undanúrslitum. Gunni spilaði mjög vel á móti Jóni Inga en staðfestan á sigur var allan tímann í suðurnesjatröllinu og vann hann 6-4 í lööööööngum leik. Dómarinn getur staðfest að sjaldan hafi hann verið jafn þreyttur í fótunum. Töflu mótsins má sjá hér að neðan.

Íslandsmót 40+ lokastaða

 

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Röðun í Íslandsmót 40+

16 manns eru skráðir til leiks í Íslandsmóti 40+ og má sjá röðun í mótið hér að neðan. Fyrsta umferð hefst kl 10:00 í fyrramálið, fyrstur að vinna fjóra, önnur umferð verður leikin í beinu framhaldi fyrstur að vinna fimm. Undanúrslit, fyrstur að vinna fimm, verða leikin kl 10:00 á Sunnudeginum og svo úrslitaleikur, fyrstur að vinna 6 í beinu framhaldi eða væntanlega kl: 14:00.

Íslandsmót 40+

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Íslandsmót 40+

Það er komið að Íslandsmóti 40+ 2017 og fer mótið fram á Billiardbarnum nú um helgina 01.-02. Apríl. Allir þeir sem tóku þátt í að minnsta kosti tveimur stigamótum í flokknum í vetur eiga þátttökurétt í mótinu og verður spilaður beinn útsláttur. Aðeins þeir sem skrá sig í mótið fyrir kl 16:00 Föstudaginn 31. Mars verða raðaðir inn og stuðst verður við stigalistann við röðunina. Leikir verða tímasettir. Skráning getur farið fram á Billiardbarnum eða með því að leggja mótsgjaldið, kr. 3.000,- , inná 0111-05-052545, kt. 420491-2209. Eins og fyrr segir þarf það að gerast fyrir kl 16:00 á Föstudag.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Íslandsmótin í Snóker

Íslandsmót snóker 2017Íslandsmót 67+ hefur verið fært til Laugardagsins 15. Apríl.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Gunnar Hreiðarsson stigameistari í opna flokknum

Kristján og GunniKristján Helgason og Gunnar Hreiðarsson mættust í úrslitaleik í síðasta stigamótinu í opna flokknum. Kristján stóð undir sínu með sigri 4-1 og átti jafnframt hæsta skor mótsins, 102 sem hann gerði einmitt í úrslitaleiknum. Gunnar Hreiðarsson er hins vegar stigameistari í opna flokknum rétt eins og í 40+ sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið. Stigalistinn er þá endanlegur eftir tímabilið og eru sex mót af átta látin gilda til stiga. Riðlana og útsláttinn má sjá hér að neðan.

Riðlar 8. mót opinnÚtsláttur 8. mót opinn

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Áttunda mót opinn

Það er komið að áttunda og síðasta stigamóti vetrarins í opna flokknum og mun það þá ráðast um helgina hverjir verða með þátttökurétt í Íslandsmóti Meistaraflokks í vor en aðeins 16 efstu í opna flokknum komast þar að. 16 manns eru skráðir í mótið um helgina, dregnir í fjóra riðla og hefst mótið á Billiardbarnum í Faxafeni 12 stundvíslega kl 10:00. Riðlana má sjá hér að neðan.

Riðlar 8. mót opinn

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Dagur 4 á EM: Jón Ingi og leiðinlega ítalska sápuóperan

010101Jón Ingi Ægisson lék hreinan úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku á EM gegn ítalska spilaranum Gianmarco Tonini í dag. Viðureignin byrjaði vel fyrir okkar mann sem vann fyrsta rammann á svörtu og þann þriðja á respotted black. Áfram hélt gleðin og íslenskur sigur virtist í sjónmáli í stöðunni 3-1 en þá var gert hlé þar sem leikurinn var kominn framyfir tilsett tímamörk.

Gefum Jóni orðið en hann hafði þetta að segja við 147.is – ,,Ég var yfir 3-1 og þá kom þetta skíta tveggja tíma hlé. Þá gerði ég bara uppá bak og tapaði 4-3.” Jón hrósaði Ítalanum jafnframt fyrir góðan varnarleik sem virðist hafa lagt grunninn að endurkomunni.

Ítalska Sikileyjarvörnin hafði betur að þessu sinni gegn tollverðinum af Suðurnesjum. Okkar maður var einfaldlega svæfður í leiðinlegri ítalskri sápuóperu sem virtist engan enda ætla að taka. Rammarnir voru ansi langir enda hefur spennan verið mikil. Eðlilega, sæti í 64 manna úrslitum í húfi. Það gengur bara betur næst.

Börkur Birgisson lauk einnig keppni með tapi gegn Lewis Gillen frá Englandi. Þrátt fyrir sigur í fyrsta ramma reyndist Tjallinn of sterkur og sigraði 4-1.

Á morgun föstudag hefst útsláttarfyrirkomulagið í 64 manna úrslitum og þar mæta Sigurður Kristjánsson og Kristján Helgason til leiks klukkan 10:30 að íslenskum tíma. Nánar um þá leiki síðar.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Samantekt frá fyrsta degi á EM: 2 íslenskir sigrar en 3 töp

pizap.com14890226660151Sigurður Kristjánsson hóf keppni fyrstur okkar manna í morgun og eftir tæplega fjögurra klukkustunda baráttu við Vilius Schulte frá Litháen þá hafði Siggi betur 4-3 eða 46-45 í úrslitaramma. Það var háspennu uppgjör um svörtu kúluna sem skar úr um sigurinn.

Kristján Helgason vann þægilegan 4-0 sigur gegn Danijel Vranjes frá Slóvakíu. Engin flugeldasýning, ekkert break yfir 50, bara hljóðleg og látlaus aftaka hjá herra 147. Óþarfi að vera með einhver læti í fyrsta leik.

Jón Ingi tapaði 4-3 í hörku helvítis leik á móti mjög góðum Belga, Jurian Heusdens. Þessi belgíski strákur er að spila á sínu fjórða EM og er 32 manna útsláttur hans besti árangur til þessa. Akkúrat engin skömm að tapa fyrir þessum kappa.

Börkur Birgisson tapaði 4-0 í jómfrúarleik sínum á EM gegn mikilli goðsögn Jason Peplow frá Möltu. Þessi 47 ára Maltverji er merkilegur fyrir þær sakir að hann tók þátt í fyrsta Evrópumótinu árið 1988 í Hollandi. Þar var hann í riðli með Atla Má Bjarnasyni og vann 4-1. Þessi kall er greinilega ekkert lamb að leik við því hann var einnig í riðli með Ásgeir Jón Guðbjartsson á HM áhugamanna í Katar í fyrra og vann okkar mann þar líka 3-1.

Siggi Solid lék tvo leiki í dag og beið lægri hlut með mikilli reisn 4-2 gegn Jamie Clarke frá Wales. Virkilega flott frammistaða hjá Sigga ef litið er til þess að þessi andstæðingur hefur spilað úrslitaleikinn á EM síðustu tvö árin. Clarke tapaði reyndar í bæði skiptin.

Á morgun verður íslenska þjóðin að taka daginn snemma (8:30) því Kristján Helgason verður á tv-borði gegn heimamanni frá Kýpur. Stjáni keppir reyndar tvo leiki en seinni leikurinn er kl: 17:30 gegn Patrik Tiihonen frá Finnlandi. Endurtekið efni frá úrslitaleiknum á NM í janúar.

Jón Ingi spilar eftir hádegi gegn firnasterkum Skota að nafni Michael Collumb. Siggi og Börkur hvíla og geta skellt sér í sólbað. Veðurspáin er góð fyrir Kýpur á morgun 18-20 gráður og hægur andvari.

Posted in Uncategorized | Leave a comment