Þriðja stigamót opinn flokkur

23 eru skráðir til leiks í þriðja stigamóti opins flokks í vetur og eru þeir dregnir í fjóra riðla. 1. og 6. sæti í A,B og C riðlum auk 1. sætis í D riðli þurfa ekki að mæta fyrr en undir 11:00 en allir hinir byrja auðvitað stundvíslega kl 10:00. Að venju fer mótið fram á Billiardbarnum í Faxafeni 12. Riðlana má sjá hér að neðan.

Riðlar 3. stigamót opinn flokkur

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Stigamót í opnum flokki um næstu helgi

pizap.com15082856312781Þriðja stigamót tímabilsins í opnum flokki verður leikið á Billiardbarnum í Faxafeni um næstu helgi, 21. og 22. október. Mæting kl: 10 á laugardeginum þar sem riðlakeppnin klárast. Úrslitin ráðast á sunnudeginum. Skráning í mótið lýkur kl 16:00 á föstudag, áfram sama gamla góða mótsgjaldið að upphæð, 3.000 kr. Greiðsla getur farið fram með millifærslu inn á 0111-05-052545, kt. 420491-2209. Þá er jafnframt hægt að greiða á Billiardbarnum eða Snóker og Poolstofunni. – Vinsamlegast fjölmennið!

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Herra 147 sigurvegari á öðru stigamóti í opnum flokki

pizap.com15074970996181Kristján Helgason bar höfuð og herðar yfir aðra spilara á öðru stigamóti í opnum flokki á Billiardbarnum um helgina. Ríkjandi Íslandsmeistari vann alla sína leiki í riðlakeppninni og tapaði aðeins 1 ramma á leið sinni í útsláttarfyrirkomulagið.

Áfram hélt sigurganga Kristjáns í dag, Tryggvi Erlingsson var sigraður 3-0 í 8 manna úrslitum og Jónas Þór Jónasson fékk sömu útreið í undanúrslitum gegn ríkjandi Norðurlandameistara.

Evrópumeistarinn í 6 rauðum bauð uppá flugeldasýningu í úrslitaleiknum þar sem hann skoraði 108 break og vann að lokum leikinn 4-2 gegn Jóni Inga Ægissyni.

Tollvörðurinn af Suðurnesjum má ef til vill vel við una að ná að landa sigri í tveimur römmum gegn Stjána en okkar sigursælasti spilari leggur það nú ekki í vana sinn að tapa mörgum römmum. Ég segi þess vegna til hamingju báðir með frábæran árangur um helgina.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Dráttur í mótið á morgun

Riðlar 2. stigamót opinn flokkurHvað haldiði……það er búið að draga í annað stigamót opins flokks í vetur og eru 22 skráðir til leiks, því miður ekki 24 til þess að geta verið með 16 manna útslátt uppúr riðlunum. Þessir 22 hafa verið dregnir í fjóra riðla og þurfa 1. og 6. sæti í A og B riðli ekki að mæta fyrr en undir kl: 11:00 og 1. sæti í C og D riðli ekki fyrr en undir kl: 11:00. Hinir auðvitað fyrir kl. 10:00. Muna svo að hringja í Benna svona um hálf tíu:) Kveðja frá Kóngsins Kaupmannahöfn, gangi ykkur vel.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Stigamót í opnum flokki um næstu helgi

22137156_10214303219552664_3264183553868537377_oAnnað stigamót tímabilsins í opnum flokki verður leikið á Billiardbarnum í Faxafeni um næstu helgi, 7. og 8. október. Mæting kl: 10 á laugardeginum þar sem riðlakeppnin klárast. Úrslitin ráðast svo á sunnudeginum. Skráning í mótið lýkur kl 16:00 á föstudag, áfram sama gamla góða mótsgjaldið að upphæð, 3.000 kr. Greiðsla getur farið fram með millifærslu inn á 0111-05-052545, kt. 420491-2209. Þá er jafnframt hægt að greiða á Billiardbarnum eða Snóker og Poolstofunni. – Vinsamlegast fjölmennið!

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Ding landaði sigri á World Open

21950015_10154708047912062_5347888579048031083_oDing Junhui vann sinn 13. stigamótstitil á ferlinum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á World Open um helgina eftir sannfærandi 10-3 sigur gegn Kyren Wilson í úrslitaleik.

Það eru 12 ár síðan Ding vann sinn fyrsta titil á China Open árið 2005 en þá var hann nýorðinn 18 ára og sigraði Stephen Hendry 9-5 í úrslitum. Ding er með góða tölfræði ef hann kemst í úrslit en sá kínverski hefur unnið 13 af sínum 18 úrslitaleikjum.

Með sigrinum á Wilson fer Ding upp í annað sætið á heimslistanum auk þess að hala inn 150,000 þúsund pundum. Hinn þrítugi, Ding er einnig orðinn sjötti sigursælasti snókerspilari sögunnar þegar kemur að stigamótstitlum en hann fór upp fyrir Mark Selby og Neil Robertson sem hafa báðir unnið 12.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Úrslit í fyrsta stigamóti 40+

pizap.com15062903661961Hann stóð fullkomlega undir nafni, Evrópumeistarinn Jón Ingi Ægisson, þegar hann sigraði Bjarna Má Bjarnason 4-1 í úrslitaleik fyrsta stigamóts 40+ þennan veturinn. Jón Ingi var í fyrsta sæti síns riðils og lagði síðan Tryggva Erlings í átta manna, Gunna Hreiðars í undanúrslitum og svo loks Bjarna í úrslitum. Bjarni vann líka sinn riðil, Börk Birgis í átta manna og Guðna Páls í undanúrslitum. Riðlana og útsláttinn má sjá hér að neðan.

Riðlar 1. stigamót 40+ útfylltÚtsláttur 1. mót 40+

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Riðlar 1. stigamót 40+

21 leikmaður er skráður til leiks í fyrsta stigamóti 40+ þessa tímabils. Dregið var í fjóra riðla og má sjá þá hér að neðan. Fyrstu sæti allra riðla þurfa ekki að vera klárir til leiks fyrr en 11:00 en auðvitað gott að vera kominn svolítið fyrr. Hinir byrja hins vegar stundvíslega kl 10:00 og miðað við fjölda þátttakenda má ekki búast við að útsláttur hefjist allur á morgun. Aðeins tveir fara uppúr riðli svo það verður við ramman reip að draga þegar litið er til þessara hákarla sem eru skráðir. Þetta verður bara skemmtilegt.

Riðlar 1. stigamót 40+

Posted in Uncategorized | Leave a comment

40+ á morgun

Fyrsta stigamót af fjórum í flokki 40 ára og eldri fer fram á Billiardbarnum á morgun Laugardag 23.09. Mótið hefst kl 10:00 stundvíslega og lýkur skráningu kl 16:00 í dag. Skráning getur farið fram á Billiardbarnum eða með millifærslu mótsgjalds, kr 3.000,-         og félagsgjalds kr 3.000,-, inn á 0111-05-052545, kt. 420491-2209.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Poolmótaröðin líka farin af stað

Ástvaldur HeiðarssonÞað var hinn sultuslaki og feikna öflugi poolspilari, Ástvaldur Heiðarsson sem sigraði fyrsta poolmót vetrarins sem fór fram í hinum glæsilega poolsal Snóker og Poolstofunnar í Lágmúla um síðustu helgi. Ellefu manns tóku þátt og léku í tveimur riðlum með tvo uppúr riðli beint í undanúrslit. Í úrslitum mætti Ástvaldur ekki síðri leikmanni, Steinþóri Sigurðssyni og lauk leiknum með 4-3 sigri Ástvalds. Í undanúrslitum lagði Ástvaldur Daníel Pétursson 4-1 og Steinþór lagði Gary Vinson 4-3 en Steinþór er nú líka farinn að leika með nýju priki þennan veturinn. Góð kaup það. Stigalistann og riðlana má sjá í linknum “Poolmótaröðin” hér að ofan.

Posted in Uncategorized | Leave a comment